Starmýri 2

Starmýri 2 er staðsteypt, 20 íbúða lyftuhús, einangrað að utan og klætt með Equitone steinklæðningu. Það þýðir að allt viðhald utanhúss verður í lágmarki. Stærðir íbúða eru fjölbreyttar, allt frá 80 til 130 fermetrar. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna.

Húsið er hannað af PK arkitektum þar sem arkitektúr ræður ríkjum og ber húsið þess klárlega merki.

Starmýri 2 stendur á grunni þar sem verslunin Víðir var til margra ára en eftir að hún fór var heildsalan Ísflex ehf þar til húsa.

Á jarðhæð eru 4 íbúðir sem snúa í suður en einnig 2 skrifstofur/verslunarbil sem snúa til norðurs. Í kjallara eru geymslur íbúðanna, 2 bílskúrar og 1 vinnustofa. Á 2 hæð eru 7 íbúðir, á 3ju er einnig 7 íbúðir og þeirri 4 eru 2 íbúðir.

Söluaðili

Miðbær Fasteignasala
  • Miðbær Fasteignasala
  • Vegmúli 2
  • 108 Reykjavík

Kristbjörn Sigurðsson

Lögg. fasteignasali