Skilalýsing

Inngangur

Skilalýsing þessi á við fasteignaverkefni að Starmýri 2a.

Öll hönnun hússins miðar að því að frágangur verði vandaður og miðar þetta að því að skapa fallegt vandað hús.

1. Frágangur innanhúss - Íbúðir

1.1. Eldhús Eldhúsinnrétting er sérsmíði með Laminate áferð (upp í loft) frá VOKE3 með mjúklokunarbúnaði á skúffum (BLUM eða sambærilegt), hliðar og hurðir eru Laminate. Borðplötur eru úr ljósu quartz efni með undirfelldum vasku og blöndunartækjum af viðurkenndri tegund. Innbyggð uppþvottavél fylgir ásamt innbyggðum ísskáp. Þá fylgir keramik/span helluborð, veggofn auk gufugleypis með kolasíu frá AEG.

Öll tæki í eldhúsi eru svo kölluð „einnar handar“ og frá viðurkenndum framleiðanda.

1.2. Baðherbergi Á baðherbergi er gólf flísalagt og verða veggir flísalagðir upp að lofti á amk 2 veggjum. Innréttingar eru sérmíði,frá VOKE3 með mjúklokunarbúnaði á skúffum og borðplötur úr ljósu kvarts-efni. Að innan eru þær úr ljósgráum plasthúðuðum spónaplötum, en sýnilegar hliðar og hurðir Laminate. Á baðherbergi er uppsettur spegill, handlaug í innréttingu, handklæðaofn, upphengt og innbyggt salerni með hæglokandi setu ásamt flísalögðum sturtubotni með sturtuhlið úr gleri. Blöndunartæki eru við handlaug og sturtu og eru þau svo kölluð „einnar handar“ af viðurkenndri gerð.

1.3. Þvottahús Í þvottahúsi er gólf flísalagt og sérsmíðaðar innréttingar frá VOKE3, með ræstivask og „einnar handar“ blöndunartæki á vegg eða borði, en sýnilegar hliðar og hurðir Laminate. Borðplötur eru úr ljósu kvarts-efni. Niðurfall er í gólfi og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara, gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara.

1.4. Fataskápar Sérsmíðaðir fataskápar frá VOKE3 eru í svefnherbergjum og forstofu, klætt upp að lofti. Í þeim tilfellum þar sem að fataherbergi eru í íbúðum eru skápar án hurða en sýnilegar hliðar Laminate.

1.5. Gólfefni Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna, nema á baðherbergi og þvottahúsi verða flísar á gólfum.

1.6. Hurðir Yfirfelld hurð EICS-30 inn í íbúðir. Innihurðir standard og fylgja fullfrágengnar.

1.7. Veggir Útveggir íbúða eru sandsparslaðir. Léttir innveggir eru hefðbundnir gipsplötuveggir sparslaðir. Veggir eru grunnaðir og málaðir með tveimur/þremur yfirferðum af plastmálningu.

1.8. Loft Loft eru sandspörsluð. Loft eru grunnuð og máluð með tveimur/þremur yfirferðum af plastmálningu. Loft og veggir á baðherbergjum og þvottahúsum eru máluð með viðurkenndri votrýmismálningu þar sem við á.

1.9. Gler Tvöfalt hefðbundið K-gler, verksmiðjugler er í öllum gluggum. Ábyrgð er samkvæmt skilmálum glerframleiðanda.

1.10 Sérgeymsla Steypt loft, veggir og gólf í sérgeymslum verða málaðir. Skilveggir á milli geymslna eru með timburgrind og plötuklæðningu. Sérgeymslur eru án innréttinga með hvítmálaðri yfirfelldri hurð þar sem við á. Rafmagnstengill er í sérgeymslu.

1.11 Sérafnotareitir Sérafnotareitir fylgja íbúðum á jarðhæð, timburpallur fylgir.

1.12 Hitakerfi Íbúðirnar og sameign eru upphitaðar með ofnakerfi skv. teikningum. Ofnakerfi fylgir frágengið og verða hitastýrðir lokar á ofnum.

1.13 Loftræsi-, vatns- og þrifalagnir Neysluvatnslagnir verða fullfrágengnar og hreinlætistæki er fylgja samkvæmt skilalýsingu þessari verða fullfrágegnin og tilbúin til notkunar. Heitt neysluvatn verður forhitað kalt vatn með hitaöryggi. Loftræsikerfi er útsogskerfi samkvæmt hönnun loftræsihönnuðar og verða lagnir frágengnar skv. teikningum.

1.14 Rafmagns- og tölvulagnir Rafmagns- og tölvulögn fylgir frágengin með einum mynddyrasíma í íbúð. Síma-/ tölvutengill er í alrými og herbergjum. Ljósakúplar í eldhúsi, á baði auk ljósakúpuls í þvottahúsi íbúða verða frágengin.2. Frágangur sameignar

2.1. Anddyri og stigahús Innveggir í sameign og geymslum eru málaðir. Sameign á hverri íbúðarhæð og stigagangur eru partlaðir, grunnaðir og málaðir tveimur/þremur yfirferðum af plastmálningu. Anddyri er flísalagt með uppsettum mynddyrasíma, póstkössum, íbúðartöflu og dyrabjöllu. Stigar og stigapallar eru teppalagðir. Stigahlaup að kjallara eru flísalögð.

Á stigum og pöllum eru uppsett handrið. Raflögn í sameign er frágengin Loftræsilagnir eru lagðar samkvæmt teikningum.

Brunaviðvörunarkerfi í sameign eru tengd viðurkenndri vaktstöð

2.2. Hurðir Allar útihurðar fylgja frágengnar. Aðalhurð er úr áli mótordrifin. Innri anddyrishurð er úr áli með mótorknúinni hurðarpumpu. Hurðir frá bílgeymslum eru með rafmagnsopnun.

2.3. Lyftur Fólkslyfta verður af gerðinni KONE eða sambærilegt og er tilbúin til notkunar. Lyfta verður af vandaðri gerð bæði hvað hljóðstig og hraða varðar. Að innan verður hún klædd með burstuðu stáli, útbúnar stórum spegli og flísar á gólfi.

2.4. Bílskúrar Tveir bílskúar eru í kjallara. Þeir eru niðurgrafnir að hluta. Útveggir eru ýmist pússaðir eða hreinsaðir og slípaðir. Hitakerfi og loftræsikerfi fylgir frágengið í samræmi við teikningar. Lýsing er góð. Gólf er steypt og vélslípað án frekari meðhöndlunar. Sprungur geta myndast á yfirborði gólfsins sem verða ekki meðhöndlaðar frekar.

Hurðir fyrir bílskúra fylgja frágengnar með sjálfvirkum opnunarbúnaði og einni fjarstýringu.

2.5. Hjóla- og vagnageymslur Innveggir í hjóla- og vagnageymslu eru sparslaðir og málaðir. Gólf eru slípuð og máluð. Gólf sameignarganga er tengjast geymslum og þjónusturýmum verða máluð.

2.6. Sorp og sorpgeymslur Sorpgeymsla er í sameign.3. Frágangur utanhúss

3.1. Klæðning og einangrun Húsið er steinsteypt, einangrað utan frá og klætt Equitone klæðningu. Allur frágangur húss er vandaður og til þess fallinn að skapa vandað og fallegt hús í grónu hverfi.

3.2. Þakvirki Þak verður steinsteypt, einangrað að utan og klætt með 2-földum þak-asfalt pappa. Þakplata er staðsteypt með vatnshalla að niðurföllum en halli verður gerður með sniðskorinni 200mm plasteinangrun. Ofan á plötu kemur heilbræddur Bitumen pappi, síðan sniðskorin plasteinangrun og rakaheldur þéttidúkur.

3.3. Svalir Svalagólf eru stensteypt. Svalaloft eru steypt og slípuð. Handrið eru úr málmi og gleri. Lýsing á svölum verður óbein og lagt verður að raftengli á svölunum.

3.4. Gluggar Gluggar eru viðhaldslitlir, álklæddir timburgluggar. Opnanleg gluggafög fylgja frágengin, svo og allar úti- og svalahurðir að fullu frágengnar með þéttiköntum.

3.5. Lóð Lóð er fullfrágengin með grasþökum og gróðri samkvæmt leiðbeinandi teikningu aðalhönnuðar Stéttar næst húsi eru hellulagðar eða steyptar og snjóbræðslulögnum í gangstígum við húsið og í römpum samkvæmt teikningu. Bílastæði og rampar eru steypt og eða malbikuð eftir því sem við á.

Byggingarverktaki:Selhóll byggingafélag ehf.
Rafvirkjameistari:AK-Raf. ehf.
Pípulagnameistari:HH-Lagnir ehf.
Málarameistari:HH Verktak ehf.

Söluaðili

Miðbær Fasteignasala
  • Miðbær Fasteignasala
  • Vegmúli 2
  • 108 Reykjavík

Kristbjörn Sigurðsson

Lögg. fasteignasali